Stigasöfnun sunnlensku liðanna áfram dræm

Tristan Máni Morthens. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss og Hamar töpuðu bæði leikjum sínum á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Selfoss heimsótti Hauka á meðan Hamar fór í Borgarnes og mætti Skallagrími.

Á Ásvöllum reyndust Haukarnir sterkari, þeir höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins og áttu svör við öllum áhlaupum Selfossliðsins. Staðan í hálfleik var 48-41 en Haukar juku forskotið hratt í 3. leikhluta og sigruðu að lokum 92-77. Tristan Máni Morthens var stigahæstur Selfyssinga með 21 stig og Ari Hrannar Bjarmason fór mikinn með 20 stig og 8 fráköst.

Skallagrímur gerði nánast út um leikinn gegn Hamri í fyrri hálfleiknum. Hvergerðingar spiluðu enga vörn og staðan í leikhléi var 53-34. Borgnesingar héldu áfram að raða niður stigum í seinni hálfleik og sigruðu að lokum 115-88. Birkir Máni Daðason var stigahæstur Hamarsmanna með 24 stig.

Selfoss er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Hamar er í 11. sæti með 4 stig.

Skallagrímur-Hamar 115-88 (24-19, 29-15, 33-30, 29-24)
Tölfræði Hamars: Birkir Máni Daðason 28/6 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 13/8 fráköst, Atli Rafn Róbertsson 10/5 fráköst, Jens Hjorth Klostergaard 9, Hjörvar Steinarsson 7, Franck Kamgain 7/6 stoðsendingar, Ryan Peters 7/15 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Arnar Dagur Daðason 2, Aron Orri Hilmarsson 7 stoðsendingar.

Haukar-Selfoss 92-77 (24-19, 24-22, 24-15, 20-21)
Tölfræði Selfoss: Tristan Máni Morthens 21, Ari Hrannar Bjarmason 20/8 fráköst/5 stolnir, Kristijan Vladovic 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Steven Lyles 8, Óðinn Freyr Árnason 5, Fjölnir Morthens 4, Gísli Steinn Hjaltason 4, Halldór Halldórsson 3/5 fráköst, Collin Pryor 9 fráköst/6 stoðsendingar.

Fyrri greinSelfoss hafði betur í Hólminum
Næsta grein200 vörur á Prísverði