Sterkur útisigur hjá Hamri-Þór

Astaja Tyghter var rosalega tvennu fyrir Hamar-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór vann öruggan sigur á Aþenu-UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust á Akranesi.

Hamar-Þór byrjaði vel í leiknum, þær skoruðu fyrstu sjö stig leiksins og komust fljótlega í 7-23. Staðan var 12-27 að loknum 1. leikhluta og grunnurinn að sigrinum lagður.

Staðan var 28-42 í leikhléi og Hamar-Þór hélt öruggri forystu allan seinni hálfleikinn. Lokatölur urðu 72-83 og mikilvæg stig komin í pokann.

Þær sunnlensku mættu fáliðaðar til leiks í kvöld, með aðeins sjö leikmenn á skýrslu þar sem kórónuveiran hefur herjað á leikmenn. Það kom þó ekki að sök í kvöld og liðið sýndi sínar bestu hliðar. Astaja Tyghter átti enn einn stórleikinn fyrir Hamar-Þór, hún skoraði 35 stig og tók 11 fráköst, auk þess að senda 6 stoðsendingar.

Hamar-Þór er nú í 6. sæti deildarinnar með 14 stig og á leik til góða á Aþenu sem er í 5. sætinu með 16 stig. Hamar-Þór hefur betur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 35/11 fráköst/6 stoðsendingar, Julia Demirer 16/14 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 12/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Lilja Thorsteinson 6, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 5/4 fráköst, Elín Þórdís Pálsdóttir 3 fráköst.

Fyrri greinHef hangið á framtönninni í trampólínneti
Næsta greinEnginn um borð í flakinu