Sterkur útisigur Ægismanna

Stefan Dabetic skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir stimplaði sig aftur inn í toppbaráttuna í 2. deild karla í knattspyrnu með frábærum útisigri gegn Völsungi á Húsavík í gær.

Stefan Dabetic kom Ægi yfir á 19. mínútu með eina marki fyrri hálfleiksins. Ægismenn byrjuðu vel í seinni hálfleik og Dimitrije Cokic tvöfaldaði forskot þeirra á 58. mínútu.

Heimamenn gerðu sig líklega á lokakaflanum og minnkuðu muninn í 1-2 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Ægismenn héldu hins vegar sjó á lokakaflanum og unnu sætan sigur.

Með sigrinum fóru Ægismenn upp fyrir Völsung, í 3. sæti deildarinnar þar sem þeir sitja nú með 15 stig. Völsungur er í 4. sæti með 13 stig.

Fyrri greinLaugdælingur sterkur í tippinu
Næsta greinSigur í stigakeppninni á heimavelli