Sterkur sigur Stokkseyringa

Meistaraflokkur Stokkseyrar. Ljósmynd/Rúnar Birgisson

Stokkseyringar unnu góðan sigur á Herði Ísafirði á útivelli í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gær.

Leikurinn var markalaus allt þar til Bjarki Freyr Guðmundsson tók sig til undir lok leiks og afgreiddi boltann glæsilega með skalla upp í samskeytin og tryggði Stokkseyringum 0-1 sigur á þessum erfiða útivelli.

Liðin höfðu þarStokkseyri hefur 9 stig í 5. sæti riðilsins en Hörður er í 6. sætinu með 7 stig.

Fyrri greinBarbára skaut Selfyssingum í undanúrslit
Næsta greinFjölbreyttum frjálsíþróttaskóla lokið