Sterkur sigur á útivelli

Árborg vann öruggan sigur á Skallagrími á útivelli í 4. deild karla í knattspyrnu í dag. Aron Freyr Margeirsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri.

Aron kom Árborg yfir á 21. mínútu og Tómas Kjartansson bætti við öðru marki á 43. mínútu. 2-0 í hálfleik.

Goran Jovanovski minnkaði muninn fyrir Skallagrím á 62. mínútu og staðan var 2-1 allt fram í uppbótartíma. Þar gerði Árborg út um leikinn en liðinu tókst að skora tvisvar í uppbótartímanum. Aron Freyr var þar aftur á ferðinni ásamt Daníel Inga Birgissyni sem skoraði fjórða mark Árborgar þegar átta mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Þetta var fyrsti sigur Árborgar í sumar en liðið er í 4. sæti C-riðils með 3 stig.

Fyrri greinÆgir lá gegn toppliðinu
Næsta greinVel heppnaður fjölskyldudagur