Stemmning á tjaldsvæðinu

Keppni á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ hefst á Selfossi á föstudagsmorgun. Keppendur er flestir mættir á svæðið og tjaldstæðið við Suðurhóla á Selfossi orðið þéttsetið.

Skemmtidagskrá var í stóra tjaldinu í kvöld þar sem Magnús Kjartan skemmti meðal annars ungmennunum.

Á föstudag verður skemmtidagskrá á útisviðinu við Gesthús fyrir yngstu kynslóðina en dagskráin hefst þar kl. 13 með hæfileikakeppni og í kjölfarið verða útileikir í umsjón félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.

Dagskrá á útisviðinu verður til 17:00 en einnig eru leiktæki á tjaldstæðinu og á Selfossvelli.

Fyrri greinViðbeinsbrotnaði í motocrossbrautinni
Næsta grein17 ára stúlka á 146 km hraða