Steinunn sæmd starfsmerki FSÍ

Steinunn Húbertína Eggertsdóttir, Umf. Selfoss, var sæmd starfsmerki Fimleikasambands Íslands á uppskeruhátíð FSÍ sem haldin var í síðustu viku í salnum Flóa í Hörpu.

Síðasta fimmtudag fór fram uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM. Hátíðin var öll hin glæsilegasta, hún fór fram í salnum Flóa í Hörpu.

Steinunn fékk viðurkenninguna fyrir frábært starf. Hún hefur verið einn af fremstu þjálfurum landsins síðustu 20 ár. Steinunn hefur aðallega sinnt yngstu iðkendum fimleikanna og má fullyrða að alúð hennar og nærfærni við að leiða börnin fyrstu skrefin í íþróttinni styrki þau og efli þegar þau ákveða að gera fimleikana að sinni íþrótt. Þá hefur hún sinnt mikilvægu frumkvöðlastarfi þegar kemur að skipulagningu íþróttaskóla fyrir leikskólabörn og hefur hún haft umsjón með honum frá upphafi.

Góð mæting var á hátíðina og var gleðin allsráðandi Árið 2016 var eitt það besta í fimleikasögunni og því mörgu að fagna. Landsliðsfólk Selfoss fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu en það voru þau Eva Grímsdóttir, Margrét Lúðvígsdótttir, Eysteinn Máni Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson Rikharð Atli Oddsson, Júlíana Hjaltadóttir og Hekla Björt Birkisdóttir.