Stefnumótun landsmótanna rædd í kvöld

UMFÍ, í samstarfi við HSK, boðar til vinnufundar og stefnumótunarvinnu vegna landsmóta UMFÍ í Selinu á Selfossi í kvöld, miðvikudag kl. 20:00.

Á fundinum verður óskað eftir áliti og hugmyndum fundargesta um hvernig landsmót UMFÍ, landsmót 50+ og unglingalandsmótin eiga að þróast og í hvaða farveg þau eigi að fara.

Fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga á að koma að stefnumótun landsmótanna.