Stefán Ragnar til reynslu hjá Monaco

Selfyssingurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson heldur á morgun til Monaco þar sem hann verður til reynslu í vikutíma hjá gamla stórveldinu AS Monaco.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is mun Arnór Guðjohnsen hafa haft milligöngu um þessa heimsókn Stefáns Ragnars og eru forráðamenn franska liðsins spenntir að sjá hvernig þessi efnilegi leikmaður mun standa sig. Stefán Ragnar er 19 ára gamall og var fastamaður í meistaraflokksliði Selfoss í fyrra.

Þá mun Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, fara með Stefáni til Monaco og kynna sér umgjörð og þjálfunaraðferðir félagsins.

Fyrri greinBjörn Lár ekki hættur við framboð
Næsta greinMagma Energy vill í Kerlingarfjöll