Stefán Ragnar æfir með Hönefoss

Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Selfos, mun ganga í raðir Vals ef hann spilar á Íslandi í sumar. Hann fer í æfingaferð með norska liðinu Hönefoss eftir helgi.

Samningur Stefáns Ragnars við Selfyssinga rann út um ármótin en hann stefnir á að fara í atvinnumennsku erlendis. Ef það gengur ekki upp mun hann leika með Valsmönnum.

,,Ef ég verð heima þá fer ég í Val. Það er nánast búið að ganga frá því,“ sagði Stefán Ragnar við Fótbolta.net í dag.

Stefán Ragnar mun á mánudag fara meðHönefoss í æfingaferð til Tyrklands. Þar mun hann æfa með liðinu í tvær vikur og í kjölfarið kemur í ljós hvort hann semji við félagið eða ekki. Hönefoss endaði í þrettánda sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og rétt bjargaði sér frá falli.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/09-01-2013/stefan-ragnar-i-val-ef-hann-spilar-a-islandi#ixzz2HUFPZGLk

Fyrri greinHross hljóp fyrir bíl í Kömbunum
Næsta greinFramkvæmdir í Árborg fyrir hálfan milljarð á árinu