Stefán og Jana Lind Skjaldarhafar

Stefán Geirsson og Jana Lind Ellertsdóttir með Skarphéðinsskjöldinn og Bergþóruskjöldinn.

Skjaldarglímur HSK fóru fram á Laugarvatni þann 9. nóvember síðastliðinn. Keppt var um Bergþóruskjöldinn í 17. sinn og um Skarphéðinsskjöldinn í 94. sinn.

Úrslit fóru á þá leið að Stefán Geirsson Umf. Þjótanda sigraði glímuna um Skarphéðinsskjöldinn í 14. sinn en hann glímdi fyrst um skjöldin 1999. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótanda varð annar og Kristinn Guðnason Garpi varð þriðji.

Jana Lind Ellertsdóttir Garpi sigraði glímuna um Bergþóruskjöldinn þriðja árið í röð. María Sif Indriðadóttir úr Dímon varð önnur og Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir Laugdælum varð þriðja.

Þess má geta að Kristinn Guðnason tók þátt í skjaldarglímunni eftir nokkuð hlé en fjörutíu ár eru á þessu ári liðin síðan hann keppti fyrst um Skarphéðinsskjöldinn.

Fyrri greinÁlfrún bætti Íslandsmetið í sleggju
Næsta greinUmferðartafir við Ytri-Rangá