Stefán og Elísabeth í silfursæti

Íslandsglíman fór fram um helgina og var vel tekist á bæði í karla og kvennaflokki. Stefán Geirsson, HSK, varð annar í karlaflokki og Elísabeth Patriarca, HSK, önnur í kvennaflokki.

Pétur Eyþórsson, Ármanni, sigraði í karlaflokki með 7 vinninga en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum eftir harða keppni við Stefán sem fékk 6,5 vinning.

Í Kvennaflokki sigraði Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna, í fimmta sinn í röð, með 4,5 vinning en Elísabeth fékk 4 vinninga. Hugrún Geirsdóttir var þriðji keppandinn frá HSK á mótinu og hafnaði hún í 5. sæti í kvennaflokki með 1 vinning.