Stál í stál gegn Haukum

Selfoss tapaði naumlega fyrir Haukum í æsispennandi leik á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur urðu 22-20.

„Þetta var stál í stál all­an leik­inn og því miður endaði þetta með svekkj­andi tveggja marka tapi. Það voru tvo flott lið að berj­ast í þess­um leik og þetta féll með Haukaliðinu í dag,“ sagið Örn Þrast­ar­son, þjálf­ari Sel­foss, í samtali við mbl.is eftir leik.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og það var ekki fyrr en á síðustu tveimur mínútunum að Haukar náðu að knýja fram sigur. Staðan var 8-8 í hálfleik.

Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst Selfyssinga í dag með 7 mörk, Perla Albertsdóttir skoraði 5, Arna Kristín Einarsdóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2 og þær Katla María Magnúsdóttir og Harpa Sólveig Brynjarsdóttir skoruðu 1 mark hvor. Viviann Petersen varði 11 skot í marki Selfoss.

Selfoss er í 5. sæti Olís-deildarinnar með 3 stig.

Fyrri grein„Mínir strákar eru í toppstandi“
Næsta greinBikardraumar Þórsara úr sögunni