Staða Ægis versnar – Árborg ekki í úrslitakeppnina

Magnús Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir tapaði 0-1 fyrir KF í 3. deild karla í knattspyrnu í dag og í 4. deildinni vann Árborg stórsigur á Álafossi.

Ægismenn lentu undir á 13. mínútu leiksins og reyndist það eina marki á Þorlákshafnarvelli í dag. Á sama tíma vann botnlið Sindra KV 3-1, þannig að Ægir færðist niður í fallsætið, en eitt lið fellur úr 3. deildinni í ár.

Árborg missti af sæti í úrslitakeppni 4. deildarinnar í dag þrátt fyrir stórsigur á Álafossi. Líkurnar voru reyndar ekki miklar fyrir lokaumferðina en Árborg þurfti að treysta á að KFS tapaði stigum gegn Ísbirninum í leik sem fór 7-0.

Lokatölur á Varmárvelli í Mosfellsbæ urðu 0-4 en Magnús Helgi Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Árborg og Haukur Ingi Gunnarsson eitt.

Árborg hafnaði í 3. sæti C-riðils með 30 stig en KFS fór í úrslitakeppnina með 31 stig ásamt Álftanesi sem tók toppsætið með 35 stig.

Fyrri greinRáðstefna um Kötlugosið 1918 í Vík
Næsta greinFrábær frammistaða á móti mjög góðu liði