Stærsti leikur KFR frá upphafi

Knattspyrnufélag Rangæinga stendur fyrir knattspyrnuveislu á Helluvelli í dag áður en bikarleikur liðsins gegn HK fer fram.

Þjálfarar KFR verða með knattþrautir og æfingar fyrir alla yngri flokka félagsins frá kl. 16:00-18:00. Að þeim loknum bjóða Kökuval og SS upp á grillaður pylsur fyrir krakkana.

Að lokinni grillveislunni koma menn sér fyrir í brekkunni og fylgjast með einum stærsta leik sem meistaraflokkur KFR hefur leikið en liðið tekur á móti 1. deildarliði HK í 2. umferð Valitor-bikarsins.

Að sögn forsvarsmanna félagsins er mikil stemmning fyrir leiknum og Rangæingar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn.

Fyrri greinÓlöf sýnir undir stiganum
Næsta greinGuðmundur og Aðalsteinn sigruðu