SS styrkir Selfoss áfram

Hafþór og Þorsteinn Rúnar á gólfinu í Iðu. Ljósmynd/Selfoss

Sláturfélag Suðurlands og handknattleiksdeild Selfoss hafa framlengt samstarfssamningi sín á milli.

Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS skrifaði undir samninginn fyrir hönd SS og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar fyrir hönd Selfoss.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að það sé kærkomið að svona stórt og rótgróið fyrirtæki úr heimabyggð styrki deildina.

Fyrri greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2020
Næsta greinSkimað á aðfangadagsmorgun