SS styrkir KFR

Benedikt Benediktsson og Tinna Erlingsdóttir við undirritun samningsins. Ljósmynd/KFR

Sláturfélags Suðurlands hefur endurnýjað styrktarsamning við Knattspyrnufélag Rangæinga fyrir 2021 og sem fyrr er SS aðalstyrktaraðili félagsins.

„Stuðningur fyrirtækja á svæðinu er félaginu mikilvægur grundvöllur þess að hægt sé að halda úti öflugu starfi í meistaraflokk félagsins. Sláturfélagið hefur í gegnum um tíðina stutt vel við KFR og sýnt hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að fyrirtæki styðji við bakið á íþrótta og æskulýssstarfi á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá KFR.

Þess má geta að þann 1. maí síðastliðnn voru 30 ár frá því SS opnaði kjötvinnslu sína á Hvolsvelli og flutti þannig alfarið vinnslu sína frá Reykjavík.

Fyrri greinHamar-Þór í hörkuslag gegn ÍR
Næsta grein„Mikil tilhlökkun að byrja“