Sr. Óskar afhenti Hlyni Geir bikarinn

Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í ár. Hann gat ekki tekið við titlinum í lokahófi GSÍ í gærkvöldi þar sem hann kvæntist í gær en Hlynur fékk bikarinn hins vegar afhentan með eftirminnilegum hætti.

Hlynur fékk hins vegar stigameistaratitilinn afhentan og það með eftirminnilegum hætti. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson afhenti Hlyni titilinn í ár. Hlynur kvæntist Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur í gær og það var sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Selfosskirkju, sem afhenti Hlyni bikarinn.

Bikarafhendinguna má sjá á kylfingur.is