Spiluðu tvo landsleiki gegn Sviss

Þorgils Gunnarsson og Guðmundur Tyrfingsson, leikmenn Selfoss, léku á dögunum tvo landsleiki með U15 ára liði Íslands sem mætti Svisslendingum í vináttuleikjum.

Leikirnir fóru fram á gervigrasinu í Laugardal fyrr í maí og reyndust Svisslendingarnir sterkari á gúmmíinu, enda með geysisterkt lið, og þeir unnu báða leikina, 1-4 og 1-3.

Guðmundur var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum og Þorgils kom inná sem varamaður undir lokin.

Í seinni leiknum var Þorgils í byrjunarliðnu og Guðmundur kom inná sem varamaður snemma í seinni hálfleik.

Báðir sýndu þeir prýðilega takta í leikjunum og voru sér og sínu félagi til sóma.

Fyrri greinHarður árekstur á Eyravegi
Næsta greinHvers vegna ætti unga fólkið í Árborg að setja X við S?