Spennandi keppni í meistaraflokki

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fer fram á morgun laugardag í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi.

Keppni í 1. og 2. flokki hefst kl. 11:10. Á þann hluta mótsins mæta til keppni Selfoss mix og HM3, sem keppa í 2. flokki, og HM2 sem keppir í 1. flokki. Kl. 15:00 hefst keppni í meistaraflokki og þar mætir HM1 til keppni.

Þessi hluti mótsins er annað af þremur úrtökumótum fyrir Norðurlandamót seniora sem fram fer í Noregi í nóvember nk. Meistaraflokkur Selfoss stefnir á að ná inn á það mót sem annað af tveimur félagsliðum sem keppa mun fyrir Íslands hönd. Hópurinn náði áfanga að því markmiði á bikarmótinu 19. mars sl. þegar liðið lenti í 2. sæti í heildareinkunn á eftir Gerplu.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Helga Rún
Næsta greinSelfoss U sendi Gróttu upp