Spánverjar fagna á Selfossi

Spánverjar tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn og fagna samlandar þeirra um allan heim árangrinum.

Hópur ferðamanna frá Spáni hefur fagnað af miklum móð á Austurveginum á Selfossi í kvöld. Þeir fá líka góðar undirtektir frá ökumönnum sem þeyta bílflautur sínar og samfagna Spánverjunum í gleðinni.