Spænskur varnarmaður til Selfoss

José Manuel ánægður með að skrifa undir hjá Selfyssingum. Ljósmynd/Aðsend

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðvörðinn José Manuel López um að leika með liðinu í sumar.

José Manuel er fæddur árið 1999 og er spænskur. Hann lék síðast síðast með liðinu SD Formentara nú fyrr í vetur en það lið leikur í fjórðu efstu deild á Spáni. Hann hefur áður verið á mála hjá félögum á borð við Levante og Villareal.

Miðvörðurinn er nú þegar mættur til landsins og mun æfa með liðinu stíft næstu vikurnar áður en meistaraflokkur karla ferðast til Monte Castillo í æfingaferð í lok marsmánaðar.

Fyrri greinMálþing á Hvanneyri á fimmtudag
Næsta greinVín & fíólín í Vínstofu Friðheima