Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur samið við Spánverjann Josep Pérez um að leika með liðinu í Subway deildinni og undankeppni FIBA Europe cup sem hefst í lok september.
Pérez er 29 ára bakvörður sem hefur spilað megnið af sínum ferli í Leb gull deildinni á Spáni. Auk þess var hann mikilvægur leikmaður í yngri landsliðum Spánar.
Í tilkynningu frá Þór er Pérez boðinn hjartanlega velkominn í Hamingjuna.