Spænsk skytta til liðs við Selfoss

Álvaro Mallols Fernandez. Ljósmynd/Selfoss

Spánverjinn Álvaro Mallols Fernandez hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Álvaro, sem er 23 ára gamall, er rétthent skytta og hefur leikið á Spáni undanfarin ár
með liði í heimabæ sínum, Íslendinganýlendunni Torrevieja.

„Álvaro er mjög spennandi leikmaður sem vert verður að fylgjast með í Olísdeildinni á næsta ári. Handknattleiksdeildin er virkilega ánægð með að hann hafi ákveðið að koma til Selfoss,“ segir í tilkynningu frá stjórn Selfoss.

Fyrri greinÁnægjulegt að sjá kraftinn í samfélögunum á Suðurlandi
Næsta greinLengdur opnunartími á gámasvæðinu