Spá Selfyssingum beint niður aftur

Forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá Selfyssingum 11. sæti og falli í 1. deild.

Spáin var birt á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í Háskólabíói nú síðdegis. KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Selfossi og Haukum falli.

Spáin er eftirfarandi:
1. KR 404 stig
2. FH 380 stig
3. Breiðablik 345 stig
4. Keflavík 339 stig
5. Fram 261 stig
6. Valur 241 stig
7. Fylkir 218 stig
8. Grindavík 181 stig
9. Stjarnan 171 stig
10. ÍBV 132 stig
11. Selfoss 86 stig
12. Haukar 50 stig