Spá Selfyssingum 7. sæti

Forráðamenn félaganna í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu spá því að Selfoss verði í 7. sæti deildarinnar.

Árlegur kynningarfundur Pepsi-deildanna fór fram í dag og var hann haldinn á Reykjavík Hilton Nordica. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildum karla og kvenna og er Stjörnunni spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en FH í Pepsi-deild karla.

Spáin fyrir Pepsi-deild kvenna er svohljóðandi:

1. Stjarnan 268 stig

2. Valur 261 stig

3. Þór/KA 241 stig

4. Breiðablik 233 stig

5. ÍBV 183 stig

6. FH 142 stig

7. Selfoss 113 stig

8. Afturelding 81 stig

9. HK/Víkingur 66 stig

10. Þróttur R. 62 stig

Fyrri greinUpplýsingaskiltum komið upp
Næsta greinHagnaður Sveitarfélagsins Árborgar yfir væntingum