Spá Hamri 9. sæti

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá Hamri 9. sæti í spá sem birt er á fotbolti.net

Hamar fékk 100 stig af 242 mögulegum í spánni og er fyrir ofan Dalvík/Reyni, ÍH og Árborg.

Hamar hefur bætt árangur sinn í 2. deildinni frá ári til árs síðan liðið komst upp úr 3. deildinni árið 1007. Í fyrra náði liðið að kveða falldrauginn niður fyrr en árið 2008 og 2009 og náði þá 8. sæti sem er besti árangur liðsins frá upphafi.

Sjá spá fotbolti.net