Sóttu ekki sigur til Keflavíkur

Jada Guinn og Jovana Markovic voru báðar með fínt framlag í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór heimsótti Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Slæm byrjun varð til þess að Hamar/Þór var á eftir allan leikinn og Keflavík sigraði að lokum 102-89.

Hamar/Þór hitti illa framan af 1. leikhluta og Keflavík náði fljótt 10 stiga forskoti. Þær sunnlensku söxuðu þó á það undir lok leikhlutans en Keflavík jók aftur forskotið í upphafi 2. leikhluta þar sem þær röðuðu niður þriggja stiga skotum. Staðan var 51-43 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks átti Hamar/Þór frábæran sprett þar sem þær minnkuðu muninn í þrjú stig, 58-55, en þá stigu Keflvíkingar aftur á bensíngjöfina og náðu ellefu stiga forskoti áður en 2. leikhluti var úti. Í síðasta fjórðungnum hélt Keflavík öruggu forskoti sem jókst á lokakaflanum en að lokum skildu þrettán stig liðin að.

Mariana Duran var stigahæst hjá Hamri/Þór með 22 stig og 8 stoðsendingar, Jada Guinn var nálægt þrefaldri tvennu með 19 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir skoraði 17 stig, Jovana Markovic skoraði 16 stig og tók 9 fráköst og Ellen Iversen skoraði 8 stig og tók 14 fráköst.

Hamar/Þór er án stiga eftir tvær umferðir en Keflavík vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld.

Fyrri greinGul viðvörun: Vestanstormur
Næsta greinÍbúar á Selfossi orðnir fleiri en 10 þúsund