Sölvi semur við Selfoss

Sölvi Svavarsson. Ljósmynd/Selfoss

Sölvi Svavarsson hefur samið til tveggja ára við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.

Sölvi er hægri skytta og virkilega öflugur varnarmaður. Hann hefur leikið stórt hlutverk með meistaraflokki síðustu tvö tímabil og þar áður með U-liði Selfoss.

„Það er gleðiefni að þessi skemmtilegi leikmaður ætli að taka slaginn með ungu og efnilegu liði Selfoss í Grill 66 deildinni í vetur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinÉg þarf að gera grein fyrir atkvæði mínu
Næsta greinMarkalaust í hamingjunni