Sölvi kominn heim

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur gert eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Hann er 22 ára gamall og uppalinn Selfyssingur en undanfarið hefur hann spilað fyrir Aftureldingu. Sölvi er gríðarsterkur markmaður og hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands.

Í tilkynningu frá stjórn handknattleiksdeildarinnar er því fagnað að Sölvi skuli hafa ákveðið að snúa aftur í heimahagana.

Fyrri greinVel á annað hundrað manns við leit
Næsta greinFerðamenn böðuðu sig í Ölfusá