Sölvi framlengir við Selfoss

Sölvi Ólafsson. Ljósmynd/UMFS

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Hann skoðaði svo heiminn og gekk í raðir Aftureldingar árið 2015 en sneri aftur heim á Selfoss sumarið 2017 og hefur spilað þar síðan.

Í tilkynningu frá handboltadeildinni er því fagnað að Sölvi muni halda vegferð sinni í handboltanum áfram á Selfossi.

Fyrri greinHarður árekstur á Eyrarbakkavegi
Næsta greinSelfyssingar vilja vínrauða Ölfusárbrú