Selfoss tapaði illa gegn Fram á útivelli í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 31-19.
Leikurinn var jafn og spennandi nær allan fyrri hálfleikinn en síðustu fimm mínúturnar fór allt í skrúfuna hjá Selfyssingum. Fram skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni úr 8-8 í 13-8 og þannig stóð í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var einstefna af hálfu Fram og Selfyssingar náðu sér ekki á strik í sókninni. Að lokum skildu tólf mörk liðin að.
Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru markahæstar Selfyssinga með 6 mörk, Hulda Hrönn Bragadóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoruðu 2 og þær Arna Kristín Einarsdóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark. Cornelia Hermansson varði 11/1 skot í marki Selfoss og var með 27% markvörslu.
Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 7. sæti með 4 stig en Fram er í 4. sæti með 13 stig.