Snorri og Tómas í Ægi

Tveir nýir leikmenn gengu til liðs við meistaraflokk Ægis í knattspyrnu nú í vikunni, þeir Snorri Sigurðarson og Tómas Kjartansson.

Báðir koma þeir til Ægis frá nágrönnum sínum í Árborg. Snorri er 24 ára varnar- og miðjumaður sem hefur verið í röðum Árborgar frá árinu 2008 og spilað þar 78 leiki og skorað sex mörk. Snorri fór upp yngriflokka starfið hjá Selfossi.

Tómas er 23 ára gamall varnar- og miðjumaður sem leikið hefur með ÍBV, Selfoss, KFS og Árborg þar sem hann hefur spilað 30 leiki og skorað eitt mark á síðustu þremur tímabilum.

Ægismenn binda góðar vonir við komu þessara leikmanna og vonast Alfreð þjálfari til þess að þeir styrki og bæti hópinn. Ægismenn tryggðu sér sæti í 2. deild karla í haust eftir margra ára fjarveru.

Fyrri greinFjóla Signý sigraði í fjórum greinum
Næsta greinStóragerði breytt í Sjússamýri