Snorri og Ívar í góðum málum

Snorri Þór Árnason og Ívar Guðmundsson eru báðir komnir með góða forystu í sínum flokkum á Íslandsmótinu í torfæruakstri en þeir sigruðu báðir í keppni sem haldin var á Egilsstöðum um liðna helgi.

Snorri Þór hafði mikla yfirburði í sérútbúna flokknum og sigraði að lokum með 408 stiga forskot á næsta mann, eftir öruggan akstur og nokkuð áfallalausan dag á Kórdrengnum. Sömu sögu mátti segja um Ívar sem kom sá og sigraði af miklu öryggi í götubílaflokknum á Kölska.

Ekki var hægt að segja alveg það sama um Eðvald Orra Guðmundsson á Pjakknum en þrátt fyrir eina veltu, tvö öxulbrot og eina ónýta framhásingu náði hann öðru sætinu með góðum akstri á milli áfallanna.

Þegar þremur umferðum á Íslandsmótinu er lokið er Snorri Þór kominn með 27 stiga forskot í sérútbúna flokknum og Ívar er með fullt hús, 60 stig og örugga forystu, í götubílaflokknum.

Lokastaðan á Egilsstöðum:

Sérútbúnir bilar
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 1.508 stig
2. Helgi Garðarsson, Spiderman, 1.100 stig
3. Kristmundur Dagsson, Tímaur, 971 stig
4. Gunnlaugur Helgason, Galdra-Gulur, 819 stig
5. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 715 stig
6. Guðni Grímsson, Kubbur, 700 stig
7. Valdimar Jón Sveinsson, Crash-Hard, 586 stig
8. Alexander Már Steinarsson, All-In, 525 stig
9. Haukur Einarsson, Taz, 320 stig
10. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 60 stig

Sérútbúnir götubílar
1. Bjarki Reynisson, Dýrið, 1.010 stig
2. Jón Vilberg Gunnarsson, Snáðinn, 985 stig
3. Aron Ingi Svansson, Zombie, 650 stig

Götubílar
1. Ívar Guðmundsson, Kölski, 1.320 stig
2. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 1.070 stig
3. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 850 stig

Staðan á Íslandsmótinu í torfæruakstri að loknum þremur umferðum:

Sérútbúnir:
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 55 stig
2. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 28 stig
3. Magnús Sigurðsson, Kubbur, 20 stig
4. Valdimar Jón Sveinsson, Crash Hard, 19 stig
5. Helgi Garðarsson, Spiderman, 15 stig
6.-8. Sigurður Þór Jónsson, Katla túrbotröll, 12 stig.
6.-8. Svanur Örn Tómasson, Insane, 12 stig
6.-8.Kristmundur Dagsson, Tímaur, 12 stig
9.-11 Leó Viðar Björnsson, Iron Maiden, 10 stig
9.-11. Aron Ingi Svansson, Zombie, 10 stig.
9.-11.Gunnlaugur Helgason, Galdra-Gulur, 10 stig.
12. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 7 stig
13-14. Ólafur Bragi Jónsson, Tímaur, 6 stig
13.-14.Guðni Grímsson, Kubbur, 6 stig
15.-16. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 5 stig
15.-16. Haukur Einarsson, Taz, 5 stig
17.-18. Guðbjörn Grímsson, Katla túrbotröll, 3 stig
17.-18. Alexander Már Steinarsson, All-In, 3 stig
19. Gestur J Ingólfsson, Draumurinn, 2 stig

Sérútbúnir Götubílar
1. Bjarki Reynisson Dýrið 40 stig
2. Jón Vilberg Gunnarsson Snáðinn 30 stig
3. Aron Ingi Svansson Zombie 24 stig

Götubílar:
1. Ívar Guðmundsson, Kölski, 60 stig
2. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 42 stig
3. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 39 stig
4. Haukur Birgisson, Þeytingur, 20 stig

Hér að neðan má sjá samantekt Jakobs Cecils Hafsteinssonar frá keppninni á Egilsstöðum.

Fyrri grein2-0 tap hjá Ægi og KFR
Næsta greinSvavar Knútur og Kristjana í Eyrarbakkakirkju