Snorri og Ívar hömpuðu gullinu

Sunnlendingar unnu tvöfalt í Poulsen torfærunni, 2. umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri, sem haldin var í Stapafelli á Reykjanesi í gær.

Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum sigraði í sérútbúnum flokki og Ívar Guðmundsson á Kölska sigraði í götubílaflokknum. Rúmum hundrað stigum frá Ívari varð Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum í 2. sæti. Orri hampaði einnig tilþrifaverðlaununum fyrir magnaðan akstur í 7. braut.

Um 1.100 manns mættu í Stapafell í sól og fínu veðri og nutu þess að horfa á tilþrifamikla keppni, en tilþrifin voru reyndar slík að afföllin urðu nokkur og fáir bílar voru eftir þegar ræst var í síðustu braut.

Ívar sigraði á Hellu á dögunum og jók nú forystu sína í stigakeppni Íslandsmótsins í götubílaflokknum. Snorri hefur nú tekið forystuna í sérútbúna flokknum þegar tveimur umferðum er lokið en næsta keppni verður haldin á Egilsstöðum þann 27. júní.

Úrslit urðu þessi:

Sérútbúnir:
1. Snorri þór Árnason, Kórdrengurinn, 2.180 stig.
2. Valdimar Jón Sveinsson, Crash Hard, 1.949 stig.
3. Sigurður Þór Jónsson, Katla túrbotröll, 1.868 stig.
4. Aron Ingi Svansson, Zombie, 1.353 stig.
5. Magnús Sigurðsson, Kubbur, 615 stig.
6. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 560 stig.
7. Svanur Örn Tómasson, Insane, 490 stig.
8. Haukur Einarsson, Taz, 470 stig.

Götubílar:
1. Ívar Guðmundsson, Kölski, 2.296 stig.
2. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 2.149 stig.
3. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 2.105 stig.
4. Haukur Birgisson, Þeytingur, 1.471 stig.

Staðan á Íslandsmótinu í torfæruakstri að loknum tveimur umferðum:

Sérútbúnir:
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 35 stig
2.-3. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 20 stig
2.-3. Magnús Sigurðsson, Kubbur, 20 stig
4. Valdimar Jón Sveinsson, Crash Hard, 15 stig
5.-6. Sigurður Þór Jónsson, Katla túrbotröll, 12 stig.
5.-6. Svanur Örn Tómasson, Insane, 12 stig
7.-8. Leó Viðar Björnsson, Iron Maiden, 10 stig
7.-8. Aron Ingi Svansson, Zombie, 10 stig.
9. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 7 stig
10. Ólafur Bragi Jónsson, Tímaur, 6 stig
11. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 4 stig
12.-13. Guðbjörn Grímsson, Katla túrbotröll, 3 stig
12.-13. Haukur Einarsson, Taz, 3 stig
14. Gestur J Ingólfsson, Draumurinn, 2 stig

Götubílar:
1. Ívar Guðmundsson, Kölski, 40 stig
2.-3. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 27 stig
2.-3. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 27 stig
4. Haukur Birgisson, Þeytingur, 20 stig

Hér að neðan má sjá samantekt Jakobs Cecils Hafsteinssonar frá keppninni.

Fyrri greinPendúllinn hjálpar til við verðlagningu
Næsta greinUmrót vegna nýrrar námsskrár kemur niður á árangri nemenda