Snorri Þór tryggði sér titilinn

Ölfusingurinn Snorri Þór Árnason ók til sigurs í Blönduóstorfærunni í dag og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í sérútbúna flokknum, þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.

Snorri hafði gott forskot á 2. sætið í lok keppninnar en þegar upp var staðið munaði 265 stigum á honum og Hauki Einarssyni í 2. sætinu.

Grímsnesingurinn Sigurjón Þór Þrastarson tók þátt í sinni fyrstu keppni í sérútbúna flokknum í sumar og varð í 8. sæti á Crash-Hard, sem Valdimar Jón Sveinsson ekur vanalega.

Í götubílaflokknum var hörð keppni og þurfti Ívar Guðmundsson að gefa fyrsta sætið eftir í fyrsta skipti í sumar, eftir að hann gerði mistök og glutraði niður góðu forskoti í 5. braut. Ívar varð annar á eftir Steingrími Bjarnasyni og Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum náði 3. sætinu, 91 stigi á undan Hauki Birgissyni.

Þrátt fyrir 2. sætið er Ívar í góðri stöðu í heildarstigakeppninni en þarf þó að aka skynsamlega og safna stigum í lokaumferðunum sem eknar verða á Akureyri í ágúst.

Lokastaðan á Blönduósi:

Sérútbúnir bilar
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 1.900 stig
2. Haukur Einarsson, Taz, 1.635 stig
3. Guðlaugur Sindri Helgason, Galdra-Gulur, 1.599 stig
4. Gestur Ingólfsson, Draumurinn, 1.502 stig
5. Svanur Örn Tómasson, Insane, 1.416 stig
6. Guðni Grímsson, Kubbur, 1.378 stig
7. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 1.100 stig
8. Sigurjón Þór Þrastarson, Crash-Hard, 1.062 stig
9. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 970 stig
10. Alexander Már Steinarsson, All-In, 959 stig
11. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 110 stig

Sérútbúnir götubílar
1. Henning Ólafsson, Púmba Hlunkurinn, 1.397 stig
2. Jón Vilberg Gunnarsson, Snáðinn, 1.285 stig
3. Aron Ingi Svansson, Zombie, 1.165 stig

Götubílar
1. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 1.810 stig
2. Ívar Guðmundsson, Kölski, 1.758 stig
3. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 1.273 stig
4. Haukur Birgisson, Þeytingur, 1.182 stig

Staðan á Íslandsmótinu í torfæruakstri að loknum fjórum umferðum:

Sérútbúnir:
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 75 stig
2. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 32 stig
3.Guðlaugur Helgason, Galdra-Gulur, 22 stig
4.-6. Magnús Sigurðsson, Kubbur, 20 stig
4.-6. Svanur Örn Tómasson, Insane, 20 stig
4.-6. Haukur Einarsson, Taz, 20 stig
7. Valdimar Jón Sveinsson, Crash Hard, 19 stig
8. Helgi Garðarsson, Spiderman, 15 stig
9.-12.Guðni Grímsson, Kubbur, 12 stig
9.-12. Gestur J Ingólfsson, Draumurinn, 12 stig
9.-12. Sigurður Þór Jónsson, Katla túrbotröll, 12 stig.
9.-12.Kristmundur Dagsson, Tímaur, 12 stig
13.-14. Leó Viðar Björnsson, Iron Maiden, 10 stig
13.-14. Aron Ingi Svansson, Zombie, 10 stig.
15.-16. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 7 stig
15.-16. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 7 stig
17. Ólafur Bragi Jónsson, Tímaur, 6 stig
18. Alexander Már Steinarsson, All-In, 4 stig
19.-20. Sigurjón Þór Þrastarson, Crash-Hard, 3 stig
19.-20. Guðbjörn Grímsson, Katla túrbotröll, 3 stig

Sérútbúnir Götubílar
1. Jón Vilberg Gunnarsson, Snáðinn 45 stig
2. Bjarki Reynisson, Dýrið, 40 stig
3. Aron Ingi Svansson, Zombie, 36 stig
4. Henning Ólafsson, Púmba Hlunkurinn, 20 stig

Götubílar:
1. Ívar Guðmundsson, Kölski, 75 stig
2. Steingrímur Bjarnason, Strumpurinn, 59 stig
3. Eðvald Orri Guðmundsson, Pjakkurinn, 54 stig
4. Haukur Birgisson, Þeytingur, 30 stig

Hér fyrir neðan er myndband frá keppninni á Blönduósi frá Jakobi Cecil Hafsteinssyni:

Fyrri greinMagnús Helgi með fjögur – KFR tapaði
Næsta greinMaría Ögn og Elvar Örn sigruðu