Snorri Þór og Ívar tryggðu sér titlana

Sunnlendingar eignuðust á dögunum tvo Íslandsmeistara í torfæruakstri þegar 5. og 6. umferðir Íslandsmótsins fóru fram á Akureyri. Snorri Þór Árnason er Íslandsmeistari í sérútbúnum flokki og Ívar Guðmundsson í götubílaflokki.

Lokaumferðirnar fóru fram á laugardegi og sunnudegi, samhliða alþjóðlegu FIA keppninni NEZ Formula Offroad. Snorri og Ívar voru í góðri stöðu fyrir helgina en spennan var meiri í götubílaflokknum hjá Ívari þar sem hann þurfti á sigri að halda, að minnsta kosti annan daginn.

Ívar var ekkert að líta í baksýnisspegilinn á Kölska heldur hélt sínu striki og sigraði báðar umferðirnar og tryggði sér þar með sigur á Íslandsmótinu. Snorri Þór varð í 2. sæti í sérútbúna flokknum í báðum umferðunum á Kórdrengnum og sigraði því á Íslandsmótinu með miklum mun.

Eðvald Orri Guðmundsson varð í 4. sæti á Pjakknum í götubílaflokknum báða dagana og Helgi Gunnarsson varð í 5. sæti í sérútbúna flokknum á Gærunni báða dagana. Hafsteinn Þorvaldsson á Torfunni varð í 7. sæti í sérútbúna flokknum fyrri daginn, en lyfti sér svo upp í 4. sætið seinni daginn.

Keppnishaldið gekk vel fyrir sig og var mikið um skemmtileg tilþrif og keppnin mjög spennandi báða dagana.

Úrslitin úr 5. og 6. umferðum Íslandsmótsins má sjá hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru myndir af sunnlensku meisturunum og fylgdarliði þeirra.

Úrslit­in úr 5. um­ferð Íslands­meist­ara­móts­ins:
Götu­bíl­aflokkur:
Ívar Guðmunds­son á Kölska, 1.830 stig
Stefán Bjarnhéðinsson á Kalda, 1.722 stig
Stein­grím­ur Bjarna­son á Strump­in­um, 1.624 stig
Eðvald Orri Guðmunds­son á Pjakkn­um, 1.590 stig
Sæv­ar Már Gunn­ars­son á Bruce Willys, 1.495 stig

Sér­út­bú­inn flokkur:
Ólafur Bragi Jónsson á Refnum, 1.860 stig
Snorri Þór Árna­son á Kórdrengn­um, 1.830 stig
Ingólf­ur Guðvarðason á Kötlu Tur­bo Trölli, 1.485 stig
Valdi­mar Jón Sveins­son á Crash Hard, 1.480 stig
Helgi Gunn­ars­son á Gær­unni, 1.420 stig
Elm­ar Jón Sveins­son á Heima­sæt­unni, 1.351 stig
Hafsteinn Þorvaldsson á Torfunni, 1.298 stig
Guðlaugur Sindri Helgason á Galdragul, 1.050 stig.
Hauk­ur Ein­ars­son á Taz, 1.040 stig
Ragnar Már Svansson á Insane, 1.000 stig.
Svan­ur Örn Tóm­as­son á Insa­ne, 980 stig
Þór Þormar Pálsson á Hlébarðanum, 910 stig
Gestur J. Ingólfsson á Draumnum, 750 stig.
Gestur Kristján Jónsson á Icewear Scorpion, 430 stig.

Úrslit­in úr 6. um­ferð Íslands­meist­ara­móts­ins:
Götu­bíl­aflokkur:

Ívar Guðmunds­son á Kölska, 1.880 stig
Stefán Bjarnhéðinsson á Kalda, 1.780 stig
Sæv­ar Már Gunn­ars­son á Bruce Willys, 1.684 stig
Eðvald Orri Guðmunds­son á Pjakkn­um, 1.605 stig
Stein­grím­ur Bjarna­son á Strump­in­um, 1.380 stig

Sér­út­bú­inn flokkur:
Ólafur Bragi Jónsson á Refnum, 1.539 stig
Snorri Þór Árna­son á Kórdrengn­um, 1.420 stig
Ingólf­ur Guðvarðason á Kötlu Tur­bo Trölli, 1.375 stig
Hafsteinn Þorvaldsson á Torfunni, 1.374 stig
Helgi Gunn­ars­son á Gær­unni, 1.356 stig.
Elm­ar Jón Sveins­son á Heima­sæt­unni, 1.257 stig
Gestur J. Ingólfsson á Draumnum, 1.202 stig.
Guðlaugur Sindri Helgason á Galdragul, 1.162 stig.
Ragnar Már Svansson á Insane, 1.002 stig.
Svan­ur Örn Tóm­as­son á Insa­ne, 881 stig
Þór Þormar Pálsson á Hlébarðanum, 570 stig
Hauk­ur Ein­ars­son á Taz, 440 stig
Valdi­mar Jón Sveins­son á Crash Hard, 50 stig

Lokastaðan á Íslandsmótinu í torfæruakstri:
Götubílaflokkur:

Ívar Guðmundsson 97 stig.
Steingrímur Bjarnason 82 stig.
Stefán Bjarnhéðinsson 70 stig.
Eðvald Orri Guðmundsson 63 stig.
Sævar Már Gunnarsson 54 stig.

Sérútbúnir götubílar:
Jón Vilberg Gunnarsson 87 stig.
Bjarki Reynisson 55 stig.
Aron Ingi Svansson 51 stig.
Sigfús Gunnar Benediktsson 27 stig.
Hlynur Sigbjörnsson 15 stig.

Sérútbúinn flokkur:
Snorri Þór Árnason 90 stig.
Helgi Gunnarsson 55 stig.
Elmar Jón Guðmundsson 51 stig.
Ingólfur Guðvarðarson 51 stig.
Valdimar Jón Sveinsson 48 stig.
Ólafur Bragi Jónsson 40 stig.
Guðni Grímsson 25 stig.
Svanur Örn Tómasson 17 stig.
Hafsteinn Þorvaldsson 16 stig.
Gísli Sighvatsson 16 stig.
Guðbjörn Grímsson 12 stig.
Þór Þormar Pálsson 12 stig.
Benedikt Helgi Sigfússon 10 stig.
Guðlaugur Sindri Helgason 10 stig.
Daníel G. Ingimundarson 8 stig.
Haukur Einarsson 8 stig.
Aron Ingi Svansson 4 stig.
Gestur J. Ingólfsson 4 stig.
Ragnar Már Svansson 3 stig.
Ásgeir Björn Benediktsson 2 stig.
Jóhann Birgir Magnússon 1 stig.


Snorri Þór ásamt þjónustuliði sínu þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. sunnlenska.is/Elínborg Gunnarsdóttir


Ívar og þjónustulið hans að lokinni síðustu umferð Íslandsmótsins þegar titillinn var endanlega í húsi. sunnlenska.is/Elínborg Gunnarsdóttir

Fyrri greinSorpstöð Rangárvallasýslu rekin með hagnaði
Næsta greinStrákarnir okkar: Komust ekki á blað