Snæfríður synti á nýju Íslandsmeti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 m skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í Tokyo í morgun.

Snæfríður synti á 2:00,20 mín og bætti metið um 0,3 sekúndur. Hún varð áttunda í sínum riðli og endaði í 22. sæti í greininni en sextán efstu keppendurnir komust í úrslit. Þetta var í fyrsta skipti sem Snæfríður, sem er tvítug, stingur sér til sunds á Ólympíuleikum.

Snæfríður keppir einnig í 100 m skriðsundi á Ólympíuleikunum og fer sú keppni fram kl. 10 á miðvikudagsmorgun.

Fyrri greinAlexander Hrafnkelsson framlengir
Næsta greinTekinn tvisvar sama daginn fyrir akstur undir áhrifum