Snæfríður Sól vann tvöfalt í Danmörku

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir kom fyrst í mark í bæði 100 og 200 metra skriðsundi á meist­ara­móti Jót­lands og Fjón­s í Dan­mörku um helg­ina.

mbl.is greinir frá þessu.

Snæfríður vann ör­ugg­an sig­ur í 200 metra skriðsundi í gær er hún synti á 2:01,82, rúm­lega sek­úndu frá eig­in Íslands­meti sem hún setti síðasta sum­ar.

Í 100 metra skriðsund­inu synti hún á 58,05 sek­únd­um og var tæp­lega sek­úndu á und­an næstu kepp­end­um. Snæfríður er því í fínu standi fyr­ir Íslands­mótið í 50 metra laug sem haldið verður í byrj­un apríl.

Frétt mbl.is

Fyrri greinVandræðalaust hjá Þórsurum
Næsta greinGöngukona slasaðist á Tungufellsdal