Snæfríður Sól í 11. sæti á YOG

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í undanrásum í 200m skriðsundi á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu í dag á tímanum 2:02,51 mín.

Snæfríður endaði í 11. sæti en átta bestu tímarnir komust í úrslit. Áttundi besti tíminn í dag var 2:02,08 mín, og það munaði því ansi litlu að Snæfríður synti í úrslitum í kvöld.

Snæfríður á Íslandsmetið í þessari greini en það er 2:01,82 mín.

Fyrri greinSelfyssingar magnaðir á lokakaflanum
Næsta grein„Erfiðasta áskorun lífsins er að elska nógu heitt“