Snæfríður Sól fer til Tokyo

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur fengið staðfestan keppnisrétt í sundi á Ólympíuleikunum í Tokyo. Snæfríður mun synda bæði 100 og 200 m skriðsund.

RÚV greinir frá þessu.

Snæfríður hafði synt undir svokölluðu B-lágmarki í 200 m skriðsundi í mars. Það eitt og sér dugar ekki en þar sem Ísland á rétt á sæti fyrir eina konu og einn karl í sundi óháð lágmörkum fékk Snæfríður úthlutað sæti í sundkeppni Ólympíuleikanna.

Snæfríður Sól verður eina konan sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tokyo.

Frétt RÚV

Fyrri greinVegleg verðlaun fyrir bestu hvatningarstöðina
Næsta greinÚtilega í Þrastaskógi fór úr böndunum