Snæfríður Sól náði EM-lágmarki

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Íþróttafélaginu Hamri, vann til tveggja bronsverðlauna og náði lágmarki inn á EM á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug sem fram fór í Laugardalslaug um síðustu helgi.

Snæfríður Sól synti 100 m skriðsund á 59,05 mín og varð í 3. sæti. Þessi tími er undir lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Búdapest í byrjun júlí. Einungis þrír íslenskir sundmenn hafa tryggt sér þátttökurétt á mótinu enn sem komið er.

Hún varð einnig í 3. sæti í 50 m skriðsundi þar sem hún synti á 0:27,31 mín.

Snæfríður Sól keppir fyrir uppeldisfélag sitt Hamar í Hveragerði en æfir með Hei-Swim sem er rétt utan Aarhus í Danmörku.

Fyrri greinVel heppnuð firmakeppni hjá Rangárvalladeild Geysis
Næsta grein„Gott ljóð lyftir manni upp úr því hversdagslega“