Smári nýr formaður félagsins

Aðalfundur Umf. Biskupstungna var haldinn 22. mars síðastliðinn. Þar urðu talsverðar breytingar á stjórn.

Smári Þorsteinsson var kosinn nýr formaður, en Helgi Kjartansson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elfa Kristjánsdóttir tók við af Ingibjörgu Sigurjónsdóttur sem gjaldkeri.

Stjórn félagsins er þannig skipuð:
Smári Þorsteinsson, formaður
Elfa Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Oddur Bjarni Bjarnason, ritari.
Þórey Helgadóttir, varastjórn
Dagný Rut Grétarsdóttir, varastjórn.