Smári íþróttamaður Bláskógabyggðar

Glímumaðurinn Smári Þorsteinsson var um síðustu helgi útnefndur íþróttamaður Bláskógabyggðar árið 2012.

Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar bauð til hófs til heiðurs íþróttamanni Bláskógabyggðar um síðustu helgi í Aratungu. Fjórir íþróttamenn voru tilnefndir, en auk Smára voru það frjálsíþróttakonan Agnes Erlingsdóttir, Umf. Laugdælum, hestaíþróttamaðurinn Finnur Jóhannesson, Hestamannafélaginu Loga og kylfingurinn Þorfinnur Guðnason, Golfklúbbnum Úthlíð.

Smári stóð sig mjög vel á síðastliðnu ári í glímu en hann varð meðal annars Íslands- og bikarmeistari í sínum þyngdarflokki.

Í hófinu voru allir þeir aðilar sem voru valdir í landslið og urðu Íslands- og eða bikarmeistarar á árinu 2012 heiðraðir, en fimmtán einstaklingar fengu slíka viðurkenningu.

Fyrri greinFSu úr leik eftir spennandi keppni
Næsta grein62 milljónir í nýframkvæmdir og endurbætur