Slóvenskur bakvörður til Selfoss

Karlalið Selfoss í knattspyrnu hefur styrkt sig enn frekar fyrir lokasprettinn í 1. deildinni en slóvanski bakvörðurinn Peter Klančar er genginn í raðir félagsins.

Klančar er 25 ára gamall vinstri bakvörður eru er búinn að spila í með Interblock Ljubljana í Slóveníu síðustu tvö ár, en í fyrra lék liðið í efstu deild.

Þar áður var hann hjá Jönköping B-deildinni í Svíþjóð.

Hann á að baki U17, U18 og U19 ára landsleiki fyrir Slóveníu.

Klančar er kominn með leikheimild með Selfyssingum sem munu ekki bæta við sig fleiri leikmönnum í félagaskiptaglugganum, samkvæmt heimildum sunnlenska.is.

Hattarmaðurinn Jónas Ástþór Hafsteinsson gekk einnig í raðir Selfoss í dag en hann mun leika með 2. flokki félagsins og er á leið í knattspyrnuakademíu FSu í vetur.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti á sunnudagskvöld.

Myndband af Klančar á YouTube

Fyrri greinLangisjór friðlýstur
Næsta greinHlaupið að skila sér í Skaftá