Slæm byrjun varð Selfossi að falli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 20-17 gegn Fjölni/Fylki á útivelli í 1. deildinni í handbolta í dag.

Selfyssingum gekk illa í fyrri hálfleik enda voru Fjölnisfylkiskonur komnar með gott forskot í leikhléi, 13-5. Seinni hálfleikurinn var mun betri hjá Selfyssingum sem bundu saman vörnina og brýndu sig í sókninni. Þeim tókst þó ekki að kreista fram sigur en þrjú mörk skildu liðin að í lokin.

Elín Krista Sigurðardóttir var markahæst Selfyssinga með 4 mörk, Agnes Sigurðardóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Ivana Raickovic og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 2 mörk, Tinna Traustadóttir 2/2 og þær Rakel Guðjónsdóttir, Elínborg Þorbjörnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði 12 skot í marki Selfoss og var með 37% markvörslu og Lena Ósk Jónsdóttir varði 1 skot og var með 100% markvörslu.

Fyrri greinÆgi gekk illa upp við rammann
Næsta greinKatrín skoraði tvisvar í sigri á KR