Slæm byrjun kom í bakið á Þórsurum

Styrmir Snær Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði naumlega gegn nágrönnum sínum í Grindavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þegar deildarkeppnin er hálfnuð sitja Þórsarar í fallsæti með 4 stig.

Það blés ekki byrlega fyrir Þórsara í upphafi leiks í Grindavík. Heimamenn komust í 22-9 í upphafi leiks en Þórsarar áttu í mestu vandræðum í sókninni. Það breyttist í 2. leikhluta þar sem Þór náði að saxa lítillega á forskotið og staðan í hálfleik var 47-40.

Þór minnkaði muninn í eitt stig í upphafi seinni hálfleiks en þá tóku gestirnir á sprett og leiddu 77-59 þegar 4. leikhluti hófst. Aftur tóku Þórsarar á sprett og eftir 17-2 áhlaup undir lok leiks var staðan orðin 91-90. Nær komust Þórsarar ekki og Grindavík sigraði að lokum 95-93.

Vincent Shahid átti fínan leik fyrir Þór og skoraði 36 stig og Styrmir Snær Þrastarson var sömuleiðis öflugur með 19 stig og 12 fráköst.

Tölfræði Þórs: 95-93 (22-12, 25-28, 30-19, 18-34)
Vincent Malik Shahid 36/6 fráköst/7 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 19/12 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Fotios Lampropoulos 12/6 fráköst/3 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 10/4 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 7/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 3, Daníel Ágúst Halldórsson 3, Tómas Valur Þrastarson 3.

Fyrri greinÁslaug og Jónas kaupa Blómaborg
Næsta greinGul viðvörun í kvöld og nótt