Slæm byrjun hjá Hamri

Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og tók 9 fráköst. Ljósmynd/Benóný Þórhallsson

Hamar tapaði 34-55 þegar ÍR kom í heimsókn í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Hamri gekk illa að skora undir lok fyrsta leikhluta og í upphafi þess annars en meðan juku ÍR ingar forskotið og komust í 6-23. Staðan var 16-37 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var mun jafnari en lítið var skorað og Hamri tókst ekki að vinna á forskoti gestanna. Að lokum skildi 21 stig liðin að.

Hamar er enn án stiga eftir þrjár umferðir og situr á botni deildarinnar.

Tölfræði Hamars: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/6 fráköst, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Una Bóel Jónsdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 3, Rannveig Reynisdóttir 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/10 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 2, Guðrún Björg Úlfarsdóttir 4 fráköst, Dagrún Ösp Össurardóttir 0.

Fyrri grein„Augljóslega trylltist ég við fréttirnar“
Næsta greinEldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni