Slæm byrjun varð FSu að falli

Lið FSu sótti Vestra heim á Ísafjörð í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn sigruðu 82-68.

FSu byrjaði leikinn illa og átti erfitt með að krafla sig upp úr holunni eftir það. Haukar leiddu 23-9 eftir 1. leikhluta og komust í 31-11 í upphafi 2. leikhluta. Þá kviknaði loksins líf í FSu liðinu sem gerði 5-17 áhlaup og munurinn var kominn niður í átta stig í leikhléi, 40-32.

Vestramenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og voru komnir með þægilegt í upphafi 4. leikhluta, 75-50. FSu kláraði leikinn hins vegar betur en það var allt of seint og að lokum skildu fjórtán stig liðin að.

Jett Speelman var sá eini sem skilaði sæmilegu framlagi fyrir FSu í kvöld og var stigahæstur með 16 stig.

FSu er án stiga í 1. deildinni eftir fjórar umferðir.

Tölfræði FSu: Jett Speelman 16/5 fráköst, Ari Gylfason 13, Hlynur Hreinsson 7/5 stoðsendingar, Florijan Jovanov 7/6 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 6, Maciek Klimaszewski 5/5 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 5/4 fráköst, Hilmir Ægir Ómarsson 5, Haukur Hreinsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2.

Fyrri greinJörð skelfur í Flóanum
Næsta greinÞórsarar fengu ákveðinn skell