Skyttur með þrenn verðlaun á Reykjavíkurleikunum

Jón Ægir Sigmarsson, Ívar Ragnarsson og Jórunn Harðardóttir. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands

Jón Ægir Sigmarsson, Skotíþróttafélaginu Skyttum, varð í 2. sæti í æsispennandi keppni með loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum í Egilshöll í dag.

Skyttur sendu sjö keppendur til leiks og í úrslitakeppnina komust þeir Jón Ægir og Magnús Ragnarsson. Magnús hafnaði í 5. sæti með 166,6 stig en Jón Ægir náði í silfrið með 232,2 stig aðeins 1,2 stigum á eftir Ívari Ragnarssyni sem sigraði.

Í opnum flokki unglinga varð Óðinn Magnússon í 2. sæti með 502 stig og í 3. sæti varð Elfar Egill Ívarsson með 406 stig. Sigurvegarinn í flokknum, Adam Ingi Høybye Franksson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, er ættaður frá Fiskalóni í Ölfusi. Adam keppti líka í úrslitum opna flokksins og setti þar nýtt Íslandsmet unglinga, 117,2 stig.

Óðinn Magnússson, Adam Ingi Höybye Franksson og Elfar Egill Ívarsson. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands
Fyrri greinEinstefna á Ásvöllum
Næsta greinNýr leikskóli í Þorlákshöfn boðinn út